Dánartíðni eftir aðgerðir lág

Landsspítalinn. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í opinni hjartaaðgerð.
Landsspítalinn. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í opinni hjartaaðgerð.

Langtímalífslíkur sjúklinga með sykursýki, sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð hér á landi, eru almennt góðar en þó síðri en þeirra sem ekki glíma við sjúkdóminn. Þetta er meðal þess sem ný rannsókn íslenskra lækna leiðir í ljós en sagt er frá henni í vísindaritinu Interactive Cardiovascular and Thoracic Surgery.

Rannsóknin nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi á árunum 2001 til 2016, alls 2.060 manns. Þar af voru 17% með sykursýki. Sjúklingum var fylgt eftir í næstum níu ár að meðaltali og bornar saman langtímalífshorfur og tíðni alvarlegra fylgikvilla hjá sjúklingum með sykursýki og sjúklingum sem ekki voru með sjúkdóminn.

Fyrsti höfundur greinarinnar er Tómas Andri Axelsson læknir og er rannsóknin hluti af doktorsverkefni hans við læknadeild Háskóla Íslands en hann er nú við sérfræðinám í Stokkhólmi. Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir, er leiðbeinandi hans og stjórnandi rannsóknarinnar.

Í umfjöllun  um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Tómas Guðbjartsson að rannsóknin skeri sig úr mörgum slíkum rannsóknum vegna þess hversu lengi sjúklingunum er fylgt eftir. Til þess hafi þurft mikla vinnu Tómasar Andra og samstarfsmanna við að afla upplýsinga um afdrif sjúklinganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »