Loka þarf 200-300 milljóna gati

Seltjarnarnes. Bæjarstjórn hefur til umfjöllunar tillögur rekstrarráðgjafa um sparnað í …
Seltjarnarnes. Bæjarstjórn hefur til umfjöllunar tillögur rekstrarráðgjafa um sparnað í rekstri bæjarfélagsins. Aðgerðir eru væntanlegar.

Seltjarnarnesbær þarf að „leiðrétta“ rekstur sinn um 200-300 milljónir króna, að sögn Magnúsar Arnar Guðmundssonar, formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar.

Verið er að vinna úr rekstrarúttekt sem Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur vann fyrir bæinn en engar ákvarðanir hafa verið teknar um niðurskurð eða aukningu tekna, að sögn Magnúsar.

Í skýrslu Haraldar sem kynnt hefur verið á íbúafundi eru 66 tillögur ásamt ábendingum um það sem talið er sérstaklega vert að skoða í stjórnsýslu, rekstri og fjármálum bæjarins. Bæjarstjórn samþykkti fyrr í mánuðinum að fela bæjarstjóra að vinna aðgerðaráætlun um framgang einstakra tillagna og fylgja eftir ábendingum úr skýrslunni.

Bæjarstjórn samþykkti fyrir rúmri viku nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins sem tekur formlega gildi nú um mánaðamótin. Í því er rekstri og stjórnsýslu skipt upp í fjögur svið, eins og Haraldur lagði til, en þau hafa verið sex eða sjö, eftir því hvernig á málið er litið. Á hverju sviði verður einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum málaflokkum sem undir sviðið heyra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »