Nýr oddviti Reykhólahrepps

Ingimar Ingimarsson.
Ingimar Ingimarsson.

Ingimar Ingimarsson, organisti á Reykhólum, sem verið hefur oddviti Reykhólahrepps frá því eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, hefur sagt af sér.

Árný Huld Haraldsdóttir, bóndi á Bakka í Geiradal, var í kjölfarið kosin nýr oddviti og var kjör hennar einróma.

Ingimar skýrði afsögn sína með ítarlegri bókun á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Þar kom fram að ágreiningur um lagningu Vestfjarðavegar varð til þess að hann tók þessa ákvörðun. Ingimar barðist fyrir því að vegurinn yrði lagður á brú utarlega á Þorskafirði enda myndi sú leið tengja þorpið á Reykhólum betur við þjóðvegakerfið. Meirihluti sveitarstjórnar valdi leiðina sem Vegagerðin óskaði eftir og fer meðal annars um Teigsskóg.

Taldi Ingimar að eftir þetta væri sér ekki sætt sem oddvita enda þurfi oddviti að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins, leiða og framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert