Þrír sagðir handteknir eftir árás á Kópaskeri

Á vef RÚV segir að þrír hafi verið handteknir vegna …
Á vef RÚV segir að þrír hafi verið handteknir vegna málsins. mbl.is/Eggert

Alvarleg líkamsárás átti sér stað á Kópaskeri í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Vísis, sem fyrst greindi frá, var eggvopni beitt í árásinni og sérsveitarmenn fluttir norður á Kópasker með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að þrír hafi verið handteknir vegna málsins, en í fregnum beggja miðla, sem mbl.is hefur ekki tekist að fá staðfestar frá lögreglu, segir að búist sé við því að lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan átta.

Ekkert hefur komið fram um ástand þess sem fyrir árásinni varð, en bæði Vísir og RÚV greina frá því að seint hafi sóst fyrir lögreglu og aðra viðbragðsaðila að komast með lið til Kópaskers, þar sem allar leiðir þangar eru ófærar.

mbl.is