Tilfelli kórónuveiru orðin níu talsins

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. mbl.is/Arnþór

Þrjú ný tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómi voru staðfest á veirufræðideild Landspítala í kvöld. Þar með hafa níu veirusmit verið staðfest hér á landi.

Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á sextugs- og fimmtugsaldri. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn.

Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Öll þrjú sýna einkenni COVID-19-sjúkdóms, en eru þó ekki mikið veik, að því er segir í tilkynningu.

Fyrr í kvöld var greint frá þremur smitum til viðbótar við þau þrjú sem höfðu þegar verið staðfest. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert