Allir farþegar frá Verona í heimasóttkví

Allir farþegar í flugi Icelandair frá Verona til Keflavíkur á …
Allir farþegar í flugi Icelandair frá Verona til Keflavíkur á laugardaginn fara í heimasóttkví við komuna til landsins.

Allir farþegar sem koma heim með flugi Icelandair frá Verona á Ítalíu á laugardaginn fara í heimasóttkví við komuna til landsins. Ítalía er skilgreind sem hættusvæði af almannavörnum vegna mikillar smithættu. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. 

Farþegarnir eru rúmlega 70 talsins. Unnið er því í nánu samstarfi við Icelandair að afla upplýsinga um farþegana. Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Viðbúnaðurinn verður eins og síðast við komu flugs frá Verona til landsins,“ segir Kjartan Hreinn og vísar til flugvélar sem kom til landsins síðasta laugardag. 

Þetta er fyrsta farþegaflugið sem kemur hingað til lands og fyrirséð er að allir farþegar í því flugi fari beint í heimasóttkví. Allir farþegar sem komu með flugi frá Ítalíu til landsins síðasta laugardag eru í heimasóttkví. Fyrst um sinn var óskað eftir að þeir héldu sig til hlés en daginn eftir var ljóst að allir þeir farþegar þyrftu að vera í 14 daga heimasóttkví. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert