Eldur í Kaupangi á Akureyri

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Minniháttar eldur kom upp í tækjarými í kjallara verslunarrýmisins Kaupangs á Akureyri nú fyrir skömmu. Um var að ræða mótor sem brann yfir og myndaðist töluverður hiti og reykur vegna þess. Slökkvilið reykræsti rýmið og er aðgerum nú lokið á vettvangi.

mbl.is