Setur skilyrði fyrir fundi með borgarstjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur fallist á boð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um fund með tveimur skilyrðum. Hún segir þó erfitt að skilja hvers vegna hann vilji ekki ganga til samkomulags.

Sólveig svarar Degi með skrifum á síðu hans á Facebook, þar sem hún útskýrir skilyrðin:

Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu,“ skrifar Sólveig Anna og heldur áfram:

Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti.

Ef borgarstóri fellst á skilyrði Sólveigar Önnu segist hún tilbúin að funda með honum hvenær sem er.

mbl.is

Bloggað um fréttina