Forðast ber verkföll

Staðfest hafa verið 26 kórónuveirusmit í landinu.
Staðfest hafa verið 26 kórónuveirusmit í landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri, sóttvarnalæknir og landlæknir skoruðu í gær á þá sem nú eiga í kjaraviðræðum að leita allra leiða til að enda verkfallsaðgerðir sem nú standa yfir og að koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir. Það á m.a. við um BSRB og aðildarfélög þess.

„Líklegt má telja að verkfallsaðgerðir muni draga úr þeim opinberu sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gangi gegn COVID-19 með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lýðheilsu hér á landi. Þá munu verkföll án efa hafa veruleg áhrif á veitingu heilbrigðisþjónustu,“ segir í niðurlagi sameiginlegs minnisblaðs embættanna um yfirstandandi og yfirvofandi verkföll.

„Við biðlum til aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem skrifaði undir minnisblaðið ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Kjartani Þorkelssyni, settum ríkislögreglustjóra.

„Þetta er grafalvarleg staða sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. „Við munum skoða alvarlega hver okkar staða er í þessum viðræðum. Við eigum eftir að semja um launin okkar og erum ekki tilbúin að fara frá samningaborðinu og eiga eftir að semja um kaup og kjör.“ Hún segir að minnisblaðið undirstriki mikilvægi starfa sjúkraliða sem vinna mjög nálægt sjúklingum. Vonandi verði horft til þess við gerð nýs kjarasamnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »