Fórnarlamb hnífstunguárásar komið heim

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið annan mann …
Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri fyrir viku er meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fórnarlamb hnífstunguárásar á Kópaskeri á föstudagskvöld er komið til síns heima en þangað var því ekið eftir skýrslutöku á miðvikudag. Maðurinn varð fyrir sex hnífstungum, þar af fjórum í háls.

Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri er tilefni árásinnar óljóst en vinna rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra er í fullum gangi.

Meintur gerandi er enn á gjörgæslu á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þangað var hann flutt­ur rænu­lít­ill úr fanga­geymslu lög­reglu um síðustu helgi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er rannsakað hvað varð þess valdandi að hinn grunaði varð meðvitundarlaus í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert