Setjast aftur að samningaborði í fyrramálið

Samninganefndirnar setjast aftur að samningaborðinu í fyrramálið.
Samninganefndirnar setjast aftur að samningaborðinu í fyrramálið. mbl.is/Golli

Á tólfta tímanum í kvöld var gert hlé á kjaraviðræðum í húsi ríkissáttasemjara. Í fyrramálið klukkan tíu setjast aftur að samningaborðinu samn­inga­nefnd­ir sjúkra­liðafé­lags Íslands, Sam­eyk­is og BSRB og ræða við ríki, sveit­ar­fé­lög og Reykja­vík­ur­borg. Þessar samninganefndir funduðu stíft í dag, frá morgni til kvölds. 

Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, við mbl.is í kvöld.

Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing og Reykja­vík­ur­borg gerðu hlé á kjaraviðræðum sín­um um kvöld­mat­ar­leytið. Samkvæmt færslu Eflingar á Facebook er stefnt að því að halda áfram að funda um helgina. Ekki hefur verið ákveðin tímasetning á þeim fundi, að sögn Elísabetar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert