Starfsmenn á Landspítala og heilsugæslu ekki í verkfall

Félögin samþykktu undanþágubeiðnir í dag.
Félögin samþykktu undanþágubeiðnir í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsmenn Sameykis og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa á Landspítalanum og á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fara ekki í verkfall á mánudaginn, ef til verkfalls félagsmanna kemur.

Undanþágunefndir félaganna beggja samþykktu beiðnir Landspítala og heilsugæslunnar vegna fordæmalausra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar og aukinnar útbreiðslu hennar sem hefur leitt til þess að almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi. Verkfallið átti að standa yfir dagana 9. og 10. mars

Í tilkynningu kemur fram að enn séu tveir dagar til stefnu þar til verkfall á að hefjast og viðsemjendur eru hvattir til þess að ganga sem allra fyrst til samninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert