Hugað að frekari vörnum á Flateyri

Öryggistilfinning íbúa á Flateyri er verulega skert eftir flóðin 14. …
Öryggistilfinning íbúa á Flateyri er verulega skert eftir flóðin 14. janúar, segir í greinargerð aðgerðarhóps vegna snjóflóðanna í vetur. mbl.is/Hallur Már

Í vor hefjast framkvæmdir við varnargarða ofan Urða, Hóla og Mýra á Patreksfirði og er áætlað að þeirri framkvæmd verði lokið 2023.

Á árinu 2019 hófust framkvæmdir við varnargarð og keilur undir Urðarbotnum í Neskaupstað og er áætlað að því verki ljúki 2021. Byrjað er að huga að frekari vörnum vegna snjóflóða á Flateyri. Þá er líklegt að framkvæmdir geti hafist í ár við krapaflóðavarnir í Lambeyrará á Eskifirði.

Þessar upplýsingar koma fram í svari frá umhverfisráðuneytinu varðandi næstu skref í ofanflóðavörnum á landinu. Fyrir liggur ný áætlun um ofanflóðavarnir, en framkvæmdum er ólokið á 10 stöðum af 15 þar sem hættusvæði C, mest hætta, hefur verið skilgreind.

Í samantekt átakshóps um úrbætur á innviðum kemur fram að vinnu við ofanflóðavarnir verður flýtt. Nú er miðað við að uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030 og um fimmtán milljarðar króna fari til viðbótar í verkefnið, frá því sem áður var miðað við, til að auka slagkraft við uppbygginguna. Áður var útlit fyrir að uppbyggingunni yrði ekki lokið fyrr en um 2050.

Áætlað er að framkvæmt verði við ofanflóðavarnir fyrir tæpar 1.200 milljónir króna í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »