Kári fær ekki að skima fyrir kórónuveiru

Sækja þarf um leyfi til að skima fyrir kórónuveirunni.
Sækja þarf um leyfi til að skima fyrir kórónuveirunni. mbl.is/Golli

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem bauðst til að hlaupa undir bagga með íslensku heilbrigðiskerfi og skima fyrir kórónuveirunni hér á landi, fær ekki leyfi til þess. Vísindasiðanefnd/Persónuvernd segir að sækja þurfi um leyfi til að framkvæma slíkt. Þetta kemur fram í facebookfærslu Kára.    

Kári ætlar ekki að sækja um slíkt leyfi og ákvörðunin er endanleg. Kári telur að þetta hafi átt „að vera þáttaka í klíniskri vinnu en ekki vísindarannsókn. Þess vegna verður ekkert af okkar framlagi að þessu sinni. Þetta er endanleg ákvörðun.“ Segir Kári umbúðalaust í færslunni.  



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert