Starfsstöðvum í Hafnarfirði einnig lokað

mbl.is

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Er ákvörðunin tekin með hliðsjón af því að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Áður höfðu bæði Reykjavíkurborg og Kópavogsbær tekið ákvörðun um að gera slíkt hið sama.

Allir hlutaðeigandi verða látnir vita um leið og hægt verður að hefja starfsemi að nýju. Önnur þjónusta fjölskyldu- og barnamálasviðs helst órofin sbr. öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Sviðið vinnur eftir skýrum verkferlum og er í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir.

Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka dagdvölinni á Sólvangi. Dagdvölin á Hrafnistu er opin sem og dagþjálfunin í Drafnarhúsi. Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi.

Eftirfarandi starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar verður lokað:

 Félagsstarf

  • Hraunsel Flatahrauni 3
  • Hjallabraut 33
  • Sólvangsvegur 1
  • Lækur Hörðuvöllum 1
  • Mötuneyti á Hjallabaut 33 og Sólvangsvegi 1 verða einnig lokuð

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk

  • Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
  • Geitungar, atvinnuþjálfun
  • Vinaskjól, lengd viðvera
  • Skammtímadvöl Hnotubergi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert