Fjórir sósíalistar í framboði

Haukur Arnþórsson.
Haukur Arnþórsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fjögur af sextán sem bjóða sig fram til setu í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) sitja í stjórnum eða nefndum Sósíalistaflokksins.Aðalfundur FEB fer fram fimmtudaginn 12. mars og þar verður m.a. kosinn nýr formaður auk fimm stjórnarmanna í sjö manna stjórn og þriggja varamanna.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur er í framboði til formanns FEB og einnig til stjórnar. Ingibjörg H. Sverrisdóttir og Borgþór Kjærnested bjóða sig einnig fram til formennsku. Haukur á sæti í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Hann var spurður hvort Sósíalistaflokkurinn væri með framboðunum að seilast til áhrifa í FEB?

„Framboð mitt er algjörlega á faglegum nótum og mér er mjög illa við flokksframboð í þessu efni,“ sagði Haukur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Ég hef starfað fyrir eldri borgara í tvö ár og unnið að málefnum þeirra. Ég er fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og byrjaði á að gera skýrslu um málefni eldri borgara. Ég hef áhuga á málefnum þeirra og hef eingöngu skilað frá mér útreikningum og fræðilegu efni um kjör aldraðra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert