Gætu leikið fyrir luktum dyrum

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. mbl.is/Hari

„Ef samkomubann kemur til verðum við auðvitað að taka tillit til þess. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þróun mála í aðdraganda umspilsleiks Íslands og Rúmeníu í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem á að fara fram 26. mars.

Stjórnvöld eru með það til skoðunar að leggja á bann við samkomum þar sem fjöldi gesta er umfram tiltekið viðmið. Slíkt bann myndi þýða að leikurinn yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Þá hefur strangt ferðabann frá Ítalíu verið lagt á, sem setur fyrirhugaða þátttöku nokkurra íslenskra og rúmenskra landsliðsmanna í uppnám.

Ljóst er að tveir íslenskir landsliðsmenn munu þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Íslands en ekki er vitað hvort rúmensku landsliðmennirnir sem spila á Ítalíu eru á áhættusvæði.

Guðni segir að KSÍ fylgist grannt með stöðu og þróun mála og eigi í stöðugu samtali við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Frestun leiksins hefur ekki borið á góma í þeim samtölum en Guðni telur að „allt sé til skoðunar á þessu stigi“.

„Það kemur væntanlega í ljós í vikunni hvernig þessum málum verður háttað hvað leikinn varðar, tiltekna leikmenn og aðkomu þeirra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert