Hæstaréttardómari í sóttkví og þinghaldi frestað

Dómari við Hæstarétt er í sóttkví og því hefur málflutningi …
Dómari við Hæstarétt er í sóttkví og því hefur málflutningi sem fara átti fram í dag verið frestað. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Dagskrá Hæstaréttar í dag er tóm en málflutningi í málum Sigurjóns Árnasonar,  fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans, hefur verið frestað þar sem einn dómaranna er í sóttkví. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. 

Elín og Sigurjón voru sakfelld fyrir markaðsmisnotkun árið 2016 í einu af hrunmálunum svokölluðu. Í maí á síðasta ári féllst end­urupp­töku­nefnd á kröfu Sigurjóns um end­urupp­töku og átti mál­flutn­ing­ur fyr­ir Hæsta­rétti að fara fram í dag. 

Fimm dómarar munu fjalla um málið og eru flestir þeirra settir sérstaklega þar sem tekist er á um meint hæfi sitjandi dómara við réttinn.

mbl.is