Ræða farþegaferju frá Þorlákshöfn

Hugmyndin er að lengja syðsta hafnargarðinn um 150-200 metra og …
Hugmyndin er að lengja syðsta hafnargarðinn um 150-200 metra og mögulega stytta garð á móti til að skapa pláss fyrir stærri skip. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höfum átt í viðræðum við innlenda og erlenda aðila sem hafa lýst áhuga á að taka upp vikulegar farþegasiglingar á milli Þorlákshafnar, hafnar í Bretlandi og hafnar á meginlandi Evrópu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir hann tekið mið af skipi eins og Norrænu í þessu samhengi og yrði um að ræða blöndu af farþega- og vöruflutningum.

Stækka þarf höfnina í Þorlákshöfn til þess að þar komist inn 180 metra löng og 34 metra breið skip. Áformað er að lengja syðsta hafnargarðinn um 150-200 metra og mögulega stytta garð á móti. Það myndi skapa skjól fyrir stór skip. Elliði sagði að slík framkvæmd væri ekki stór, ylli ekki mikilli röskun og kostaði ekki nema um 800 milljónir. Hann sagði að ekki þyrfti að fara langt til að sækja grjót í garðinn. Þetta væri miklu minni framkvæmd en t.d. gerð Landeyjahafnar þar sem sækja þurfti grjótið langt upp á heiði.

„Sveitarfélagið hefur tekið frá fjármagn til framkvæmdarinnar. Við erum tilbúnir í þetta á morgun! Í raun hefur strandað á ríkinu að koma í þessa vegferð með okkur. Eftir nýjasta útspil samgönguráðherra gerum við okkur vonir um að hægt verði að ráðast í hönnun stækkunar hafnarinnar á næstunni og svo beint í framkvæmdir. Síðan tökum við upp farþegaflutninga frá suðvesturhorninu til Bretlands og meginlandsins,“ sagði Elliði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »