Efnahagsspá Seðlabankans „úrelt“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að lækka stýrivexti bankans um hálft prósent.

Á kynningarfundi Seðlabankans í gær kom fram að efnahagsspá bankans sem kynnt var í febrúar væri nú einfaldlega „úrelt“, en þá var gert ráð fyrir að hagvöxtur á árinu yrði 0,8%.

Sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn ætti erfitt með að gera sér grein fyrir hvert ástandið væri vegna kórónuveirufaraldursins. Landsbankinn ákvað að lækka vexti íbúðalána í kjölfar ákvörðunarinnar og aðrir bankar íhuga hið sama, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert