Flugið í uppnámi

Mikil óvissa er í fluginu.
Mikil óvissa er í fluginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt greiningu Ferðamálastofu fækkaði brottförum erlendra farþega um 13% í janúar og um 11% í febrúar, miðað við fyrra ár. Alls komu 1.986 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll í fyrra. Ef þeim fækkar jafn mikið í ár og fyrstu tvo mánuði ársins munu um 200 þúsund færri erlendir ferðamenn koma í ár.

Jakob Rolfsson, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu, segir mikla óvissu um þróunina í ferðaþjónustu. Því skorti forsendur til að leggja mat á hugsanlegt tekjutap greinarinnar vegna kórónuveirunnar.

Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands námu tekjur af erlendum ferðamönnum hérlendis og erlendis alls um 470 milljörðum í fyrra. Það var um 50 milljarða samdráttur milli ára en WOW air hætti rekstri 28. mars fyrra. Ef 10% samdráttur verður í ferðaþjónustu vegna kórónuveirunnar tapast 50 milljarðar til viðbótar, að því er fram  kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert