Opnað fyrir bókanir á skimun

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Skimanir fyrir kórónuveirunni hefst á …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Skimanir fyrir kórónuveirunni hefst á morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimanir fyrir kórónuveirunni á morgun. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is Sagði hann að markmiðið með skimununum væri að kanna dreifingu veirunnar í samfélaginu, og því væri reiknað með að sýni yrðu tekin svo til af handahófi en ekki úr þeim sem sýndu einkenni sjúkdóms.

Upplýsingar um dreifingu veirunnar í samfélaginu almennt gætu haft mikla þýðingu, t.d. varðandi hvort þýðingu hefði að setja fólk í sóttkví.

„Ef menn eru með eitthvert kvef eða slíkt þá reiknum við með að þeir komi. Ákveðinn hundraðshluti almennings er með kvef. En við erum hvorki að auglýsa eftir þannig fólki né erum við að banna þannig fólki að koma,“ segir Kári. 

Spurður hvort fólki yrði af handahófi boðið í rannsókn eða hvort ætlast væri til að það kæmi sjálft segir Kári að fyrirkomulagið verði þannig að fólk geti pantað tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu í gegnum vefsíðuna bokun.rannsokn.is, en það er hægt nú þegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert