Norræna siglir án farþega

Norræna siglir til og frá Seyðisfirði allt árið.
Norræna siglir til og frá Seyðisfirði allt árið. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegaferjan Norræna mun ekki flytja neina farþega næstu tvær vikurnar. Skipið mun sigla áfram, samkvæmt áætlun, með vörur. Eru þetta viðbrögð Smyril Line við tilmælum danskra yfirvalda frá því í fyrradag um aðgerðir fyrirtækja til að draga sem mest úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Í ljósi stöðunnar sem kom upp í Danmörku munum við ekki taka við ferðamönnum í Norrænu næstu tvær vikurnar. Við tökum síðan stöðuna þegar líður á þann tíma. Þetta er gert í forvarnarskyni, í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda í Danmörku,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, í Morgunblaðinu í dag.

Norræna er nú á leiðinni til Hirtshals í Danmörku með farþega frá Íslandi og Færeyjum. Linda telur að um 20-30 farþegar frá Íslandi séu um borð og fleiri Færeyingar enda nota þeir ferjuna mikið. Þegar ferjan fer þaðan á laugardag verður aðeins áhöfnin um borð.

Ferjan mun sigla áfram samkvæmt áætlun milli Danmerkur, Færeyja og Íslands enda skipið mikið notað til vöruflutninga. Hún kemur næst til Seyðisfjarðar næstkomandi þriðjudag.

Um borð í Norrænu er pláss fyrir 1.500 farþega og 800 bíla. Skipið flytur farþega og vörur allt árið en mestu farþegaflutningarnir eru á sumrin. Þá starfa um 120 manns um borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »