Áhyggjur og kvíði vegna kórónuveirunnar

Mikið álag hefur verið á hjálparsímum Rauða krossins.
Mikið álag hefur verið á hjálparsímum Rauða krossins.

Samtölum við Hjálparsímann hefur fjölgað mjög síðustu vikurnar. Því valda áhyggjur og kvíði vegna kórónuveirunnar en Hjálparsíminn léttir einnig undir með síma Læknavaktarinnar, þegar álagið þar er hvað mest vegna veirunnar, og skýrir það meginhluta aukningarinnar.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, sem rekur Hjálparsímann, segir að nú sé ástand sem Íslendingar hafi ekki áður þekkt. Kórónuveiran valdi kvíða hjá fólki hér, eins og um allan heim. „Það er þekkt að fólk verður órólegt þegar svona stórir atburðir verða og þá er gott að geta leitað til okkar,“ segir Brynhildur.

Yfir 500 á viku

Aukningin hjá Hjálparsímanum síðustu vikur sést vel á meðfylgjandi súluriti. Samtöl í síma og netspjalli Hjálparsímans voru rúmlega 200 í þriðju viku febrúarmánaðar en voru komin upp í tæplega 500 í gærmorgun. Þá voru nærri þrír dagar eftir af vikunni sem yfirlitið miðast við, það er að segja til sunnudagskvölds. Ítreka skal að aukningin er að mestu leyti vegna svörunar fyrir síma Læknavaktarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Brynhildur segir að fólk sé mikið að spyrja um einkenni og hvort það eigi að gera eitthvað sérstakt og svo séu margir með áhyggjur og kvíða yfir ástandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert