Nóg til af lyfjum, mat og nauðsynjavörum

Ekki er neitt útlit fyrir matvælaskort en vegna álags hafa …
Ekki er neitt útlit fyrir matvælaskort en vegna álags hafa starfsmenn ekki náð nægilega hröðum áfyllingum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt er að læknar ávísi ekki lyfjum í óhófi heldur samkvæmt þörfum hvers og eins, þrátt fyrir að birgðir lyfja séu óvenju miklar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í máli Ölmu D. Möller landlæknis á blaðamannafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær.

Miklu máli skipti að lyf safnist ekki saman hjá sumu fólki á meðan aðra gæti skort lyf. Tók Alma fram að um væri að ræða almenn tilmæli sem send hefðu verið til lækna. Einnig hefðu tilmæli verið send til apóteka um að afgreiða ekki lyf í óhóflegu magni.

Meira úr apótekum en venjulega

Spurð hvort upp hefðu komið tilfelli þar sem lyf væru hömstruð sagði Alma að erfitt væri að svara því beint. Ljóst væri þó að meira hefði farið út úr apótekum síðustu daga en alla jafna.

Samtals hafa núna 260 manns skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks, en það er heilbrigðisstarfsfólk utan opinbera geirans eða sem komið er á eftirlaun.

Alma sagði engan enn hafa verið kallaðan út úr þessari sveit, en það væri hverrar stofnunar að ákveða það. Helmingur þessara 260 hefði boðið sig fram til að sinna störfum sem tengdust kórónuveirunni, en helmingur til annarra starfa, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert