Talið inn á jarðarfarir

Löng hefð er fyrir erfidrykkjum.
Löng hefð er fyrir erfidrykkjum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gera má ráð fyrir að fleiri útfarir fari fram í kyrrþey en áður eða að aðeins nánustu aðstandendur verði viðstaddir. Ef útför fer fram í kirkju verður að telja inn og loka kirkjunni þegar 100 eru mættir. Þá þarf að dreifa útfarargestum um kirkjuna.

Aðstandendur fólks sem látist hefur að undanförnu hafa verið að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að standa að útför í ljósi samkomubanns heilbrigðisyfirvalda vegna kórónuveirunnar.

Starfsfólk kirkjugarða og útfararþjónusta hefur fengið spurningar um þetta. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, telur að erfitt verði að skipuleggja útfarir í kapellu og bænahúsi í Fossvogi. Miðað við reglur stjórnvalda sé aðeins hægt að koma fyrir presti og innan við fjörutíu aðstandendum í kapellunni og tíu í bænhúsinu.

Verði útfarir haldnar í Fossvogskirkju, sem rúmar um 350 manns, verði að takmarka fjöldann við 100. Telja verði inn og loka kirkjunni þegar hámarksfjölda er náð. Jafnframt verði að dreifa útfarargestum um kirkjuna. Telur hann það mögulegt og það sama eigi við um kirkjur af þessari stærð og stærri.

Óvissa um erfidrykkjur

Hvetur hann aðstandendur til að skipuleggja þetta í upphafi undirbúnings og auglýsa sérstaklega ef útförin verður í kyrrþey eða að aðeins nánustu aðstandendur verði við hana.

Þórsteinn segir ekki komið í ljós hvaða breytingar verði á erfidrykkjum en reiknar með að sami rammi verði um þær og útfarir, ef þær á annað borð verði haldnar. Annaðhvort verði þær bundnar við þröngan hóp eða fjöldinn bundinn við 100 manns og dreift vel um stóra sali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert