Jarðskjálfti 3,2 að stærð norður af Herðubreið

Mikil skjálftavirkni hefur verið við Herðubreið síðasta sólarhringinn og hafa …
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Herðubreið síðasta sólarhringinn og hafa yfir hundrað skjálftar mælst. Sigurður Bogi Sævarsson

Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, mældist rétt norðan við Herðubreið, norðan Vatnajökuls, skömmu fyrir klukkan sex í morgun. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil skjálftavirkni hafi verið þar síðasta sólarhringinn og hafa yfir hundrað skjálftar mælst. 

Fyrir um viku var einnig nokkur smáskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum en síðast urðu skjálftar stærri en þrír á svipuðu svæði í nóvember 2019.

Jarðskjálftinn mældist 3,2 að stærð og varð rétt norðan við …
Jarðskjálftinn mældist 3,2 að stærð og varð rétt norðan við Herðubreið, norðan Vatnajökuls, Kort/Veðurstofan
mbl.is

Bloggað um fréttina