„Ekki hugmynd“ um langtímaáhrifin

Kúnnar Niceland seafood geta með snjallsímanum rakið ferðalag fisksins úr …
Kúnnar Niceland seafood geta með snjallsímanum rakið ferðalag fisksins úr íslenskum sjó á amerískan disk. Ljósmynd/Aðsend

„Áhrifin eru kannski ekki komin alveg í ljós að öðru leyti en að flutningskostnaður hefur hækkað, sem fer út í verðið. Maður hefur hins vegar ekki hugmynd um hvaða langtímaáhrif þetta mun hafa.“

Þetta segir Heiða Kristín Helgadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceland seafood, í Morgunblaðinu í dag um áhrif kórónuveirunnar, og ferðabanns sem Bandaríkjastjórn hefur boðað, á reksturinn hjá Heiðu.

Niceland seafood flytur út fisk til Bandaríkjanna og hafa Heiða og Guðmundur Kristján Jónsson, eiginmaður hennar ,verið með annan fótinn í Denver í Bandaríkjunum undanfarin misseri vegna þess.

„Við höfum verið að flytja út til Denver, New York, Boston, Chicago, Orlando og til Kaliforníu, ýmist beint eða með leið í gegnum London og Dublin,“ segir Heiða og bendir á að flutningurinn hafi að öllu leyti farið fram með farþegaflugi til Bandaríkjanna. „Flugleiðirnar eru enn þá opnar til New York, Seattle og Chicago, og leiðin til Kaliforníu gegnum London og Dublin á að haldast. Hins vegar veit maður ekkert hvað gerist,“ segir Heiða og bætir við: „Staðan er núna þannig að allir eru að reyna að komast inn á þær leiðir sem eru opnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert