Fáir á ferðinni degi fyrir samkomubann

Kringlan tómleg sunnudegi fyrir samkomubann.
Kringlan tómleg sunnudegi fyrir samkomubann. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Landinn hefur gjarnan nýtt sér helgarnar til þess að líta í verslanir og sinna ýmsum erindum en í gær var öðruvísi um að litast.

Sáralítið var um fólk á ferli í Smáralindinni á háannatíma í gær, um klukkan fjögur á sunnudegi, og má líklega rekja fámennið til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem skapast hafa vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er litið á sameignir Smáralindar og Kringlunnar með sama hætti og göngugötu Laugavegarins. Hins vegar gilda fjöldatakmarkanir í öllum verslunum og þjónusturýmum þar sem ekki fleiri en hundrað manns mega koma saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert