Heil öld frá viðlíka ógn og veirunni

Tekið er að hægja á vexti hagkerfisins.
Tekið er að hægja á vexti hagkerfisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að lágmarka áhrif útbreiðslu kórónuveiru á íslenskt hagkerfi eru til þess fallnar að tryggja að efnahagslegar afleiðingar veirunnar verði tímabundnar, rétt eins og aðrar afleiðingar faraldursins, að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings og formanns Félags viðskipta- og hagfræðinga.

Ragnar Árnason, hagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að veiran verði fyrirtækjum í ferðaþjónustu sérstaklega erfið.

Björn segir erfitt að segja til um hvort stjórnvöld séu að gera nóg og mikilvægt sé að hafa í huga að þau geti einnig gert of mikið. Að hans mati ættu stjórnvöld helst að styðja við fyrirtæki sem myndu standa af sér eðlilegt árferði og ætti slíkur stuðningur að fara fram í gegnum bankana. Þeir séu best til þess fallnir að meta hvort fyrirtæki séu lífvænleg.

„Það er í rauninni allra hagur að þessi fyrirtæki komist í gegnum erfiðleikana, líka bankans. Það er engum í hag að leyfa fyrirtæki að fara í þrot sem gæti skapað verðmæti eftir nokkra mánuði, þess vegna strax í sumar.“

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar allt að því heil öld síðan Íslendingar hafa staðið frammi fyrir viðlíka ógn en það eigi enn eftir að koma í ljós hversu stór hún sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir