Reglur um bótarétt flugfarþega breytilegar eftir því hver pantaði

Nú þegar kórónuveirufaraldurinn ríður yfir heimsbyggðina þurfa margir að bíta …
Nú þegar kórónuveirufaraldurinn ríður yfir heimsbyggðina þurfa margir að bíta í það súra epli að hætta við ferðir til framandi landa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bótaréttur fólks vegna niðurfallinna flugferða í tengslum við kórónuveiruna getur verið mismunandi eftir því hvort fólk hefur keypt flugmiða í gegnum ferðaskrifstofur eða upp á eigin spýtur.

Fjöldi fyrirspurna vegna mála tengdum þessu hefur borist Neytendasamtökunum, segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Morgunblaðinu í dag.

„Fólk hefur mismunandi réttindi [eftir því hver kaupir]. Varðandi pakkaferðir, þ.e.a.s. ef þú kaupir samtengda ferð – flug og gistingu, þá ber ferðaskrifstofu að endurgreiða hana að fullu ef útlit er fyrir að hún nái ekki að uppfylla ferðina að öllu leyti,“ segir Breki og bætir við: „Það er nokkuð skýrt varðandi pakkaferðir.“ Um þetta segir hann: „Í það minnsta má líta svo á að í þeim löndum þar sem smithætta er mikil sé ekki hægt að uppfylla að öllu leyti þessar ferðir.“ Að auki megi segja það sama um þau lönd sem hafa lokað fyrir komu erlendra ferðalanga.

Um aðrar ferðir en pakkaferðir segir Breki: „Hafi fólk bara keypt flugferðir er það þannig að ef flug er fellt niður ber flugfélagi að endurgreiða að fullu. Hafi flug ekki verið fellt niður þá er þetta aðeins snúnara. Í mörgum skilmálum, ef ekki flestum, annaðhvort hjá kortafyrirtækjum eða í heimilistryggingu hjá fólki, segir að verði ekki hægt að fara í ferð vegna aðgerða sem stjórnvöld grípa til vegna farsótta þá er greitt úr tryggingu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert