Staðfest kórónuveirusmit orðin 198

Staðfest smit vegna kór­ónu­veirunn­ar eru orðin 198 tals­ins, sam­kvæmt vefsíðunni covid.is, og nýj­ustu töl­ur voru upp­færðar klukk­an 21.30. Í dag voru 18 smit greind.  

Alls eru 2.135 í sótt­kví. 198 eru í ein­angr­un og þrír eru á sjúkra­húsi. Alls hafa verið tek­in 1.987 sýni. Sem fyrr eru flest smit­in á höfuðborg­ar­svæðinu eða 179 og 1.518 í sótt­kví. Næst­flest eru á Suður­landi eða 13 tals­ins. Fjög­ur smit hafa greinst á Suður­nesj­um, eitt á Norður­landi eystra og eitt er óstaðsett.

Flest­ir eru á ald­urs­bil­inu 40-49 ára og er skipt­ing­in nokkuð jöfn milli kynja.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert