Engin viðbrögð ákveðin önnur en mótmæli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Íslands hefur komið áleiðis mótmælum sínum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna áforma ESB um að sambandið loki landamærum sínum fyrir ónauðsynlegum ferðalögum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti þessar aðgerðir í gær.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvernig nákvæmlega yrði brugðist við þessum áformum ESB. Hins vegar hefði mótmælum verið komið áleiðis, en Áslaug Arna segir að vísað hafi verið til álita sérfræðinga hérlendis í faraldsfræðum sem telji aðgerðir sem þessar skila litlu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert