Minna starfshlutfall á móti öldu atvinnuleysis

Blikur eru á lofti á vinnumarkaði um þessar mundir.
Blikur eru á lofti á vinnumarkaði um þessar mundir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljóst er að atvinnuleysi mun fara vaxandi á næstunni og aukast meira á komandi mánuðum en Vinnumálastofnun ætlaði fyrir aðeins fáeinum vikum, að sögn Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun.

Illmögulegt er að spá nokkru á þessari stundu um hver fjölgunin gæti orðið á atvinnuleysisskránni vegna veirufaraldursins og þrenginga og samdráttar í rekstri sem fyrirtæki verða fyrir.

Nái líka til verktaka

Væntanlegar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar um aukinn bótarétt eiga að vega upp á móti uppsögnum hjá fyrirtækjum en frumvarp félagsmálaráðherra, sem dreift hefur verið á Alþingi, gerir kleift að minnka starfshlutfall starfsfólks í fyrirtækjum tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Starfsmenn eigi þá rétt á hlutabótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði á móti skertum launagreiðslum.

Breytingin á líka að auðvelda sjálfstætt starfandi einstaklingum, verktökum og einyrkjum, sem missa verkefni og verða fyrir verulegum samdrætti að geta sótt sér atvinnuleysisbætur án þess að þurfa að loka rekstri sínum eins og núverandi reglur kveða á um, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert