Tvöfalt fleiri greina nú sýnin

Mikið álag er við rannsóknirnar.
Mikið álag er við rannsóknirnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Eins og staðan er í dag hefur þetta gengið með samheldni starfsmanna. En það er mikið að gera,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala Íslands.

Mikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur við greiningar á sýnum vegna kórónuveirunnar. Metfjöldi sýna barst á föstudaginn síðasta, alls 569, og hefur þurft að grípa til ýmissa ráðstafana til að hægt sé að standast þetta aukna álag. Sem kunnugt er hóf Íslensk erfðagreining skimun fyrir kórónuveirunni fyrir helgi.

Karl segir í Morgunblaðinu í dag að fjölga hafi þurft starfsfólki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. „Mönnun á deildinni var ágæt en við höfum bætt við einum starfsmanni og erum að bæta við öðrum með reynslu vegna álags,“ segir hann en auk þess hafa aðrir starfsmenn tekið að sér ný verkefni og eru í þjálfun í veirurannsóknum. Þannig unnu sex manns að jafnaði við þess háttar greiningar mánuðina á undan. „Í dag, eins og ástandið er, þá eru að jafnaði 12 að vinna við þetta auk 1-3 sérfræðilækna frá því að sýni kemur í hús til svars.“

Eins hefur þurft að bæta við tækjabúnaði til að anna álagi betur. „Tvö tæki sem við erum að bæta við auðvelda greiningarferlið. En það þarf sannarlega að huga að endurnýjun og viðbótum á tækjabúnaði deildarinnar eftir þetta. Það er verið að vinna í því enn frekar með útboði á einangrunartæki,“ segir Karl ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert