Vilja virkja vind á Mosfellsheiði

Vindorkugarður er fyrirhugaður á Mosfellsheiði. Þessar vindmillur er við Búrfell.
Vindorkugarður er fyrirhugaður á Mosfellsheiði. Þessar vindmillur er við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Hafið er mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Mosfellsheiði innan sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps og Ölfuss. Garðurinn yrði reistur í áföngum og gæti orðið allt að 200 megavött.

Zephyr Iceland ehf. er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti hf. Zephyr Iceland hefur skoðað aðstæður víða um land með tilliti til uppsetningar á vindmyllum. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að Mosfellsheiði hentaði ákaflega vel og er ekkert svæði í næsta nágrenni talið henta jafn vel, segir í drögum að matsáætlun, þar sem ferli við mat á umhverfisáhrifum er lýst.

Í 300 metra hæð

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppsetningu um tíu vindmylla í landi Grímsnes- og Grafningshrepps og er fyrirhugað framkvæmdasvæði í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Gert er ráð fyrir að afl hverrar vindmyllu verði 5-6 MW og heildarafl fyrsta áfangans um það bil 50-60 MW. Með áframhaldandi vexti í raforkueftirspurn er stefnt að því að reisa alls um tuttugu vindmyllur til viðbótar þannig að heildarafl verði um 150-200 MW, segir í drögunum. Gera má ráð fyrir að vindmyllurnar verði um 150-200 metrar á hæð miðað við spaða í hæstu stöðu, að því er segir í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert