Allir sáttafundir eru nú haldnir í fjarvinnu

Fundarherbergin standa auð þessa dagana þar sem samningamenn reyna að …
Fundarherbergin standa auð þessa dagana þar sem samningamenn reyna að leysa kjaradeilur í gegnum fjarfundarbúnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er tómlegt um að litast þessa dagana í húsakynnum Ríkissáttasemjara og fundarherbergin standa auð. Samningaviðræður halda þó engu að síður áfram í fjölmörgum óleystum kjaradeilum en vegna kórónuveirufaraldursins fara allir sáttafundir fram þessa dagana í fjarvinnu í gegnum fjarfundabúnað.

„Við erum að færa okkur algerlega yfir í fjarskipti og rafræn samskipti,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara,  í Morgunblaðinu í dag. „Við erum komin í þá stöðu að vera að vinna alveg heima og verðum nánast eingöngu með fjarfundi,“ sagði hún. Elísabet hafði þá nýverið lokið símafundi á heimili sínu með samninganefndum Sameykis og Isavia vegna yfirstandandi kjaraviðræðna og hún stýrði einnig öðrum sáttafundi í gegnum fjarfundabúnað í fyrradag. Þetta hefur gengið ljómandi vel að sögn Elísabetar sem auk þessa ætlaði að vera með tvo óformlega fjarfundi með viðsemjendum í kjaraviðræðum í gærdag.

Þegar gripið var til sóttvarnaráðstafana voru í fyrstu sett takmörk á fjölda þeirra samningamanna sem fengu að koma saman á samningafundum í húsnæði Ríkissáttasemjara, yfirleitt voru ekki fleiri en tveir eða þrír úr hverri samninganefnd á fundum í síðustu viku. Í framhaldi af því var svo ákveðið að leggja niður frekari fundahöld þar og halda sáttamiðlun og samskiptum áfram á fjarfundum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert