Fýsilegasti kosturinn fyrir okkur

Leifsstöð. Ferðabann ESB nær ekki yfir ríkisborgara EFTA-ríkja.
Leifsstöð. Ferðabann ESB nær ekki yfir ríkisborgara EFTA-ríkja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við tökum að okkur að vera útvörður áfram. Það held ég að sé heppilegast fyrir okkur.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen formaður utanríkismálanefndar, í Morgunblaðinnu í dag. Samþykkt var á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna í gær að loka landamærum þess til næstu 30 daga. Tilkynnti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ákvörðunina í gærkvöld.

Höfum ekki áhuga

Ferðabannið nær þó ekki til ríkisborgara EFTA-ríkjanna, þar á meðal Íslands, og Stóra Bretlands og segir Sigríður þetta vera fýsilegasta kostinn fyrir okkur Íslendinga eins og er. „Að mínu mati, að minnsta kosti, þyrfti frekari skoðanir hér á landi ef við ætluðum að loka landamærum Íslands fyrir öllum utan Schengen-svæðisins. Við höfum ekki áhuga á því að mínu mati, enn sem komið er.“

Sigríður segist telja að tilgangurinn með lokun landamæranna sé að draga úr lokunum einstakra ríkja.

„Ástæðan fyrir því að framkvæmdastjórnin er að gera þessa tillögu er að þau eru örugglega að reyna að fá einstök ríki Evrópusambandsins til hverfa frá ákvörðun um að loka sínum landamærum sjálfstætt. Ég veit ekki hvort þeim tekst það. Hvort þeir ætli að selja Dönum, Norðmönnum, Ítölum og Spánverjum þá hugmynd, en ég veit ekki hvort þeim tekst það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert