Gríðarmikið fannfergi fyrir norðan og austan

Fannbarinn. Aðalsteinn Sigurðarson segir að mikið hafi snjóað.
Fannbarinn. Aðalsteinn Sigurðarson segir að mikið hafi snjóað. mbl.is/Sigurður

Mikið fannfergi er nú í Hrafnkelsdal og kveðst Aðalsteinn Sigurðarson, bóndi á Vaðbrekku, varla muna eftir öðru eins á síðari árum. Síðustu þrjá vetur kom varla nokkur snjór. Í gær voru um tíu dagar síðan vegurinn um Hrafnkelsdal var síðast mokaður. Yfirleitt er mokað á viku fresti. Búið er á tveimur bæjum í dalnum, Vaðbrekku og Aðalbóli.

„Það er búið að vera rysjótt veður í að verða mánuð eða meira,“ sagði Aðalsteinn. Norðan- og austanáttir hafa verið ríkjandi. Ef snjóar í austanátt getur snjóað hroðalega mikið. Alla jafna er snjólétt í Hrafnkelsdal og úrkomulítið. Aðalsteinn mældi í fyrradag ákomuna nóttina áður. Þá höfðu bæst við um 40 sentimetrar ofan á snjóinn sem fyrir var.

Aðalsteinn notar vélsleða eða sexhjól á beltum til að komast um. Í gær fór hann á sleðanum að Eiríksstöðum á Jökuldal til að sækja póst og vistir. Búið var að opna þangað. Mikill snjór var fyrir innan Eiríksstaði og vegurinn inn að Brú og áfram inn Hrafnkelsdal lokaður. Aðalsteinn sagði að ekki væsti um sig og allar frystikistur fullar af kjöti!í að kroppa.“

Kafsnjór á Norðurlandi

„Við mokum og mokum og mokum en það bætist alltaf á,“ segir Heimir Gunnarsson, þjónustustjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert