Krakkarnir afslappaðir í breyttu umhverfi

Nemendur í Seljaskóla biðu úti eftir að vera hleypt inn …
Nemendur í Seljaskóla biðu úti eftir að vera hleypt inn í gærdag. Sumir voru með grímur og hreinlætis var gætt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gekk nú bara mjög vel. Við einfölduðum skólastarfið mjög mikið og vonumst með því eftir að geta haldið lengur úti einhverri þjónustu,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.

Fyrsti kennsludagur var í skólum í gær eftir að samkomubann gekk í gildi. Misjafnt er eftir skólum hvernig starfið er útfært en algengt er að þeir séu tvísetnir og nemendur séu um það bil 2-3 klukkustundir í skólanum í senn.

Magnús segir að Seljaskóla hafi verið skipt upp í svæði og inngangar séu afmarkaðir. „Foreldrar hafa greinilega lesið öll tilmæli skilmerkilega og krakkarnir voru afslappaðir og nutu þess að vera hérna. Það er nú stóra málið, að finna þeim vettvang til að hittast og líða vel,“ segir hann.

Mikið er lagt upp úr þrifum í skólum og segir Magnús í Morgunblaðinu í dag, að þar eð aðstandendur nemenda í Seljaskóla hafi snemma greinst með kórónuveiruna sé fyrir nokkru búið að uppfæra þrifaáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »