Norska flugsveitin kveður

F-35-þota. Norðmenn skipta nú tæplega fertugum F-16-flota sínum út.
F-35-þota. Norðmenn skipta nú tæplega fertugum F-16-flota sínum út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norska orrustuflugsveitin, alls um 150 manns ásamt starfsliði, sem verið hefur við loftrýmisgæslu á Íslandi frá því í byrjun mánaðarins, býst nú til heimferðar. Ráðgert var að loftrýmiseftirlitið stæði yfir í þrjár vikur og er sá tími senn á enda.

Sigurd Tonning-Olsen, upplýsingafulltrúi norska flughersins, sagði norska staðardagblaðinu Fosna-Folket í gær, að flugsveitin fylgdist grannt með þróun kórónuveirumála, enda væri staðan breytileg frá degi til dags. „Íslendingar eru um þessar mundir að setja svipaðar reglur og þær sem beitt er í Noregi. Við höfum tekið upp nýjar verklagsreglur sem koma þó ekki í veg fyrir að við framkvæmum okkar starf eins og lagt var upp með,“ sagði Tonning-Olsen.

Flogið nánast daglega

Hann sagði enn fremur engin kórónusmittilfelli hafa komið upp hjá norsku sveitinni, né nokkurn grun um slíkt. „Herliðið og íbúar í nágrenni herstöðvarinnar eru rækilega aðskilin,“ sagði hann og bætti því við að norska flugsveitin hefði flogið vélum sínum nánast hvern dag nema þegar veður hefðu verið válynd.

Orrustuþotur Norðmannanna eru af gerðinni F-35 og nýkomnar frá Lockheed Martin-verksmiðjunum í Texas, hluti af 52 slíkum vélum sem Norðmenn hafa keypt og fá afhentar í hollum fram til ársins 2024.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert