Sannfærandi hjá Seðlabankanum

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aðgerðirnar sem Seðlabanka Íslands kynnti í morgun sannfærandi og fagnar því sérstaklega að sveiflujöfnunaraukinn hafi verið afnuminn.

Með aðgerðunum er skapað svigrúm til nýrra út­lána sem nema að öðru óbreyttu allt að 350 millj­örðum króna.

„Ég tel að þetta hafi verið hárrétt skref í rétta átt hjá Seðlabankanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem fagnar einnig vaxtalækkunum bankans um hálft prósentustig.

„Það er einkar mikilvægt núna að þeir aðilar sem að þessu koma, þ.e. ríkisstjórnin, Seðlabankinn, Alþingi, fjármálakerfið og aðilar á vinnumarkaði, rói allir í sömu átt. Væntanlega verða á næstu dögum stigin enn stærri skref eins og Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafa bæði gefið til kynna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir