17 ára á 165 km hraða

Ungmennið ók á 165 km hraða á Miklubraut á tíunda …
Ungmennið ók á 165 km hraða á Miklubraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. mbl.is/Hari

Lögreglan stöðvaði í gærkvöldi 17 ára ungmenni fyrir of hraðan akstur á Miklubraut (hverfi 108) en hraði bifreiðarinnar var mældur 165 km/klst.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var haft samband við forráðamann og tilkynning send til barnaverndarnefndar.

Tveir eru í fangageymslum lögreglunnar grunaðir um akstur bifreiða undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Alls komu 46 mál á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær þangað til klukkan fimm í morgun.

mbl.is