Ákvörðun sem stenst ekki skoðun

Aðstandendum heimilisfólks er ekki hleypt inn á Hrafnistu. Þar er …
Aðstandendum heimilisfólks er ekki hleypt inn á Hrafnistu. Þar er núna lokað fyrir utanaðkomandi. mbl.is/Árni Sæberg

„Að takmarka aðgengi eins ákveðins hóps stenst hvorki læknisfræðilegar forsendur né út frá heilbrigðri skynsemi. Hvergi hefur verið gengið eins hart fram á þessu sviði og hér á landi,“ segir Birgir Guðjónsson, fv. yfirlæknir á Hrafnistu og fv. aðstoðarprófessor við Yale-háskóla.

Vísar hann í máli sínu til yfirlýsingar fjögurra aðstandenda sem lýst hafa yfir áhyggjum af afleiðingum heimsóknarbanns á hjúkrunarheimili vegna kórónuveirunnar. Sjálfur er Birgir aðstandandi en að hans sögn stenst heimsóknarbannið ekki skoðun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Birgir Guðjónsson læknir hefur skrifað nokkrar greinar í fjölmiðla um …
Birgir Guðjónsson læknir hefur skrifað nokkrar greinar í fjölmiðla um heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum.

„Ég á konu sem er Alzheimer-sjúklingur og er þar að auki bundin við hjólastól. Þegar ég kom frá henni á föstudaginn 6.mars sl. sá ég að búið var að setja bann við heimsóknum. Þetta var gert algjörlega fyrirvaralaust og jafnframt með þessum harkalega hætti. Ég skrifaði strax bréf til að koma mótmælum á framfæri enda stenst það ekki læknisfræðilega skoðun né heilbrigða skynsemi að takmarka aðgengi ákveðins hóps á meðan starfsfólk gengur inn og út,“ segir Birgir sem kveðst ekki mótfallinn aðgerðum sem miða að því að draga úr heimsóknum.

Dánartíðni verulega ýkt

„Bestu vísindamenn heims hafa lýst því yfir að takmarka eigi ónauðsynlegar heimsóknir. Ég hefði að sjálfsögðu verið samvinnuþýður varðandi slíkar aðgerðir. En á sama tíma og allar heimsóknir eru bannaðar þá hittast aðrir einstaklingar í þjóðfélaginu að vild. Þetta stenst ekki einföldustu smitsjúkdóma- og faraldsfræði. Þá eru þeir sem mest þurfa á stuðningi að halda sviptir honum,“ segir Birgir, sem að undanförnu hefur reynt að benda á að dánartíðni af völdum kórónuveirunnar sé verulega ýkt.

Að hans sögn er dánartíðni faraldurs í raun sú aukning sem faraldurinn veldur fram yfir þau mannslát sem hefðu annars orðið af náttúrulegum orsökum vegna undirliggjandi sjúkdóma. Uppgefið prósentuhlutfall látinna sé því umtalsvert hærra en raunveruleg dánartíðni.

Leiðbeiningar frá embætti landlæknis

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »