Farþegaumferð í Leifsstöð hefur snarminnkað

mbl.is/Hallur Már

Farþegum sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað verulega síðastliðna sjö daga. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónuveirunnar.

Þar segir að samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafi 2.960 farþegar frá Bandaríkjunum farið um völlinn 12. mars, en aðeins 525 hinn 18. mars.

Þá hafi 243 Belgar farið um völlinn 12. mars en enginn 18. mars.

Ferðabann til Bandaríkjanna tók gildi síðastliðna helgi og nú hefur Evrópusambandið bannað allar óþarfa flugferðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert