Gekk berserksgang heima hjá sér

Dalvík.
Dalvík.

Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók mann á Dalvík í gærkvöldi sem hafði gengið berserksgang heima hjá sér og brotið hurð í annarri íbúð.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni var maðurinn handtekinn og fluttur í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu. 

mbl.is