Íslandshótel loka nokkrum hótelum

Fosshótelsturninn. Íslandshótel reka stærsta hótel landsins í turninum.
Fosshótelsturninn. Íslandshótel reka stærsta hótel landsins í turninum. mbl.is/Baldur Arnarson

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir mögulega fimm hótel af 17 í keðjunni verða lokuð tímabundið vegna tekjutaps út af kórónuveirunni. Þá bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Kemur þetta til viðbótar útleigu á Fosshóteli Lind í Reykjavík undir sóttkví vegna faraldursins.

Íslandshótel er stærsta hótelkeðja landsins með um 1.850 herbergi. Rúmlega 500 manns starfa nú hjá fyrirtækinu en þeir voru 650-680 á sama árstíma í fyrra. Starfsfólki hefur því fækkað um hér um bil fjórðung milli ára.

Ólafur segir aðspurður að reynt verði að verja störfin eins og kostur er í samvinnu við yfirvöld og með þeirra framlagi. Starfsfólkið sé tilbúið til að stíga ölduna með fyrirtækinu. Mórallinn sé góður en auðvitað sé óvissan mikil.

„Það eru allir harðir á því að ætla að standa þetta af sér,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hins vegar muni lægst launaða fólkið mikið um það ef laun skerðast um tugi þúsunda vegna óvissu. Dæmi séu um að erlent starfsfólk hafi ákveðið að flytja til síns heima vegna óvissunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert