Lést mjög líklega af völdum COVID-19

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alma Möller landlæknir segir að krufning hafi leitt í ljós að erlendi ferðamaðurinn sem lést í vikunni hafi verið með lugnabólgu. „Það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum COVID-19.“ Einkennin hafi hins vegar verið mjög ódæmigerð.

Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarna í dag. 

„Það var gerð krufning í gærkvöldi, en endanleg skýrsla liggur ekki fyrir. Það tekur alltaf lengri tíma að staðfesta dánarorsök. En mér er þó heimilt í samráði við aðstandendur hins látna og þá sem standa að því að greina dánarorsök að segja frá því að ljós kom lugnabólga. Þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum COVID-19. En einkennin voru samt mjög ódæmigerð.“

Alma tók fram að hugur allra væri hjá aðstandendum mannsins, sem vildu koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa stutt við þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert