Mannvit átti lægsta boð í örútboði

mbl.is/Hallur Már Hallsson

Fyrirtækið Mannvit var með lægsta tilboðið í örútboði á óháðri úttekt sem fram á að fara á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum Vegagerðarinnar á Landeyjahöfn.

Fékk Mannvit einnig flest stig eða 100 samkvæmt matslíkani í útboðinu samkvæmt upplýsingum sem fengust í samgönguráðuneytinu. Verið er að fara yfir og meta innsend tilboð.

Fram kemur í opnunarskýrslu vegna örútboðsins að heildartilboð Mannvits hljóðaði upp á 8.060.000 kr. VSÓ Ráðgjöf var með næstlægsta tilboðið eða 9.390.000 kr. og fékk 92,92 stig. Verkís bauð 9.919.876 kr. og fékk 90,63 stig í útboðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »