„Sóttkví - 2 metrar“

Þessir hlaupagarpar í miðbænum voru vel merktir sóttkví.
Þessir hlaupagarpar í miðbænum voru vel merktir sóttkví.

Alls eru 3.718 einstaklingar í sóttkví hér á landi og eflaust er það ekki auðvelt fyrir alla að halda sig fjarri öðru fólki, hvað þá fjölskyldu og vinum. Það að komast ekki í ræktina eða aðra skipulagða líkamsrækt getur líka verið sumum þungbært.

En þá er bara að finna leiðir til að hreyfa sig með öðrum hætti. Útivera, hlaup og göngur eiga, samkvæmt leiðbeiningum landlæknis um sóttkví að vera í lagi haldi viðkomandi sig í tveggja metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum.

Einstaklingurinn sjálfur á kannski ekki erfitt með að halda fjarlægðinni en aðrir vegfarendur eru í flestum tilfellum grunlausir um að einstaklingur í sóttkví sé á ferðinni. Ekki nema viðkomandi merki sig með skýrum hætti, eins og þessir hlaupagarpar í miðbænum gera. „Sóttkví – 2 metrar“ stendur á vestunum og ætti það ekki að fara framhjá neinum að þarna eru einstaklingar í sóttkví á ferð. Þá er best að halda sig í öruggri fjarlægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert